Mér sýndist þegar ég leit á RÚV áðan, að þingmenn væru að ræða mögulega bónusa til nokkurra starfsmanna hins gamla slitabús Kauþings.

Steingrímur J. hefur jafnan ekki setið hjá þegar umræða um ofurlaun eða bónusa hefur borið góma í þingsal Alþingis. Nú virtist hann þegja þunnu hljóði. Sennilega vegna þess að hann veit upp á sig skömmina í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum málum eftirhruns áranna.

Steingrímur sá t.d. til þess að starfsmenn Landsbankans hf. eignuðust hlut í bankanum væru þeir duglegir við þá iðju að ganga milli bols og höfuðs á einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum, sem tekið höfðu lán hjá Landsbanka Íslands hf. fyrir hrun, en lán þessi urðu eign Landsbankans hf. á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar Fjármálaeftirlitsins. Þegar lánin enduðu á efnahagsreikningi Landsbankans hf. höfðu þau verið metin til sannvirðis sem var lágt.

Steingrímur J. og hjálpar kokkur hans Indriði Þorláksson voru líka höfuðpaurarnir í samningum við kröfuhafa Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. og gerði allt sem þeir gátu til að gera hlut þeirra sem bestan.

Eigendur fyrrum slitabús Kaupþings vilja nú umbuna þeim sem séð hafa um eignir búsins og gert þá ríka. Eigendum Kaupþings er þetta heimilt, enda þeir að ráðstafa eigin eignum.

Steingrímur J. hafði hins vegar engar heimildir til að gera allar þær rástafanir sem hann gerði og vörðuð málefni föllnu bankanna. Hann og hjálparkokkurinn voru umboðslausir.

Vonandi kýs þjóðin ekki Steingrím yfir sig aftur.

Comments

comments