Það er óhætt að segja að fáir hafa fjallað um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur efnislega. Mikill hávaði hefur þó verið í ríksisfjölmiðli landsmanna um hver borgaði hana og hver leggur hana fram. En ekkert um efnið. En lesum aðeins hvað Marinó G. Njálsson segir um efnið.

Traustar heimildir

Fyrir það fyrsta er skjalið alfarið byggt á opinberum gögnum, en þau eru:

1. Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna, sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, skilaði til Alþingis 31. mars 2011.  Í skýrslunni er lýst því ferli sem haft var við endurreisn viðskiptabankanna, en fyrst og fremst hvernig tveimur þeirra var komið í hendur þrotabúanna og þar með kröfuhafa.  Ekki er hægt að segja að þeim hafi aftur verið komið í hendur á þessum aðilum, því ríkið átti þá frá stofnun.

2. Skýrslu Ríkisendurskoðunar, Fyrirgreiðsla ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahruns, en í henni er nokkuð greinargóð lýsing á hvernig Ríkisendurskoðun metur að ríkissjóður hafi verið notaður til að styðja við viðskiptabankana þegar þeir voru endurreistir (þ.e. nýir stofnaðir í stað þeirra sem lögðust á hliðina).

3. Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins vegna stofnunar nýju bankanna

4. Ársreikningar bankanna

Skjalið er því vel stutt heimildum um uppruna upplýsinga og allar eru þessar heimildir traustar og virtar.

Það sem sneri að ríkinu.

Það sem kemur fram í skjalinu umdeilda, er í stórum dráttum mjög svipað mínum ályktunum.  Ríkið gaf frá sér háar upphæðir til að ljúka samningum við kröfuhafa sem létu aðeins skína í tennurnar.  Vissulega vissu menn ekki allt sem þeir vita í dag, en samningar ganga ekki út á að annar aðili samnings taki á sig alla áhættuna meðan hinn hirðir allan hagnaðinn.  (Úps, var búinn að gleyma verðtryggðu lánunum.)

…..

Höfundi „skýrslunnar“, þ.e. sá sem ritar kafla 2 til 9, tekst mjög vel upp að lýsa furðulegum vinnubrögðum, útreikningum sem ekki ganga upp (nema átt hafi að gefa þrotabúunum peninga), hvernig hagsmunir lántaka gleymdust og brunaútsöluna sem var í gangi.  Ég fæ ekki séð að í köflum 2 til 9 sé á neinum stað farið með rangt mál.  Framsetning efnisins mætti hins vegar vera skýrari, útreikningar sýndir og rökleiðslan ítarlegri.

….

Ljóst var að samningarnir við um bankana árið 2009 voru ekki um að bjarga íslensku efnahagslífi, fyrirtækjum og heimilum.  Þeir voru um það hvernig mætti sækja eins mikið og hægt væri til fyrirtækja og heimila, hvernig halda ætti efnahagslífinu í spennitreyju til langs tíma, hvernig kröfuhafar þyrftu ekki að taka ábyrgð á sinni hegðun.

Ég hljóma kannski bitur, en þetta eru vonbrigði.  Ég gerði mér vonir um að „norræna velferðarstjórnin“ væri vinstri jafnaðarmanna stjórn, en ekki stjórn sem beygði sig undir kúgun auðvaldsins.  Ég hélt að þeim færist betur úr hendi, að skilja tjónið sem heimili og fyrirtæki urðu fyrir.  Í staðinn var ruglað um stjórnarskrárvarinn eignarrétt kröfuhafa í þrotabú fjármálafyrirtækja með fljótandi virði eigna!  Tap heimila og fyrirtækja á þessum gjafagjörningi „norrænu velferðarstjórnarinnar“ er þegar komið hátt í 400 ma.kr. bara vegna hærri vaxta og afborgana lána á árunum 2009-2016. Þá eru öll hin árin eftir, þar til lánin greiðast upp og allt hitt sem þetta leiddi af sér.  Maður verðleggur ekki brotin heimili, húsnæðismissi, gjaldþrot og hvað það var annað sem hlaust af því, að úlfum kröfuhafa var hleypt á fyrirtæki og almenning.

Færslu Marinó er hægt að lesa hér í heild sinni:

 

Comments

comments