P911Porsche 911 knúin af rafmagni og bensíni eða svokallaður tvinnbíll (e. plug-in hybrid) er væntanlegur 2018.

Samkvæmt heimildum frá breska tímaritinu Autocar er hér um að ræða fyrsta 911 bílinn í sögunni sem verður hybrid. Markmiðið er að bíllinn uppfylli ný og ströng lög Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda sem taka eiga gildi árið 2020. Samkvæmt því sem lekið hefur út um þennan bíl frá Porsche verður hann eingöngu í boði sjálfskiptur með fjórhjóladrifi.

Heyrst hefur að Porsche hafi áhuga á því að ganga alla leið og framleiða bíl sem eingöngu yrði knúin áfram með rafmagni. Þessar hugmyndir hafa þó ekki verið samþykktar inn í upphaf framleiðsluferils og því ekki hægt að segja að raunveruleg hönnun sé í gangi þrátt fyrir áhugann.

Comments

comments