Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík mynd af vef álversins

Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík
mynd af vef álversins

Samkvæmt heimildum sem bárust á Vegginn, stendur álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík (RTA) höllum fæti í samanburði við önnur álver sama fyrirtækis. Framleiðslukostnaður og þá sérstaklega raforkuverðið er óeðlilega stór þáttur í framleiðsluverðinu hér á landi.  Þetta er sögð vera ein veigamesta ástæða þess að ekki hefur verið gengið frá kjarasamningum við starfsfólk.

Verksmiðjur í eigu RTA í Kanada sömdu nýlega um nýtt raforkuverð  við Hydro Québec í Kanada. Þessi samningur lækkaði orkuverðið verulega og tengdi það við heimsmarkaðsverð á áli. Eftir þennan samning kostar raforkan til þess að framleiða eitt tonn af áli í Kanada, 350 bandaríkjadali.

Raforkan sem þarf í framleiðslu á einu tonni af áli í Straumsvík kostar hinsvegar 500 bandaríkjadali. Þannig er raforka til álframleiðslu 30% ódýrari í Kanada fyrir RTA en raforkan í Straumsvík.

Vilji eigenda RTA til þess að leysa deiluna hlýtur að markast af hagkvæmni þess að reka verksmiðjuna áfram. Sá hvati virðist ekki lengur vera til staðar.

Heimildarmaður Veggsins telur að þetta sé skýrt merki um að virkt „Force majeure“ ákvæði sé til staðar í samningi RTA við Landsvirkjun sem stefnt sé á að virkja ef samningar nást ekki.

Comments

comments