Tólf æðstu stjórnendur Borgunar seldu í ágúst í fyrra 36% af hlut sínum í greiðslumiðlunarfyrirtækinu án þess að gera fyrirvara um mögulegan hagnað af sölu Visa Europe. Salan fór fram tveimur og hálfum mánuði áður en tilkynnt var um kaup Visa International Service (Visa Inc.) á Visa Europe. Forstjóri fyrirtækisins Haukur Oddson var kaupandinn af þessum hlutum. Samkvæmt heimildum er lítil gleði á meðal seljenda sem telja að forstjórinn hafi leikið tveim skjöldum í málinu.

Comments

comments