Á fundi Pírata sem haldin var 10. janúar síðastliðinn var samþykkt ný stefna þeirra varðandi þunna eiginfjármögnun stóriðjunnar. Samkvæmt stefnunni vilja Píratar endurskoða fjárfestingasamninga við stóriðjufyrirtæki og láta þau borga „eðlilega“ tekjuskatta í ríkissjóð.

Heimildarmaður Veggsins segist nú bíða spenntur eftir stefnu Pírata varðandi svarta atvinnustarfsemi í ferðabransanum. Þekkt er að vöxtur ferðaþjónustunnar
á síðustu árum hefur verið langt umfram flestar aðrar atvinnugreinar hér á landi. Arðsemi fyrirtækja í greininni hefur hinsvegar ekki fylgt fjölgun ferðamanna sem skyldi, en það er talið merki um svarta atvinnustarfsemi.

 

 

Comments

comments