Margir hafa furðað sig á því að íslenskir fjölmiðlar skyldu birta bæði myndir og nöfn þeirra sem nú sæta rannsókn vegna máls Birnu Brjánsdóttur. Það er jú þannig í réttarríkinu okkar að einstaklingur er saklaus þar til sekt hefur verið sönnuð og dómur fallið.

Einn af þeim aðilum sem lýst hafa skoðunum sínum á þessum framgangi í íslenskum fjölmiðlum er Sigursteinn Másson margreyndur blaða- og fjölmiðlamaður. Sigursteinn stóð meðal annars að gerð heimildarmyndar um Guðmundar og Geirfinns málið og þekkir því vel hvaða áhrif æstir fjölmiðlar geta haft á framgang sakamála.

Sigursteinn ritaði færslu á Facebook vegg sinn um málið.

„Sumir fjölmiðlar eru enn komnir fram úr sér í umfjöllun af morðrannsókninni. Möguleg samskipti sakborninga við einstaka Íslendínga á ekkert erindi við almenning á þessum tímapúnkti. Nafn- og myndbirting þeirra í gær ekki heldur. Menn eru saklausir þar til sekt er sönnuð. Fyrir fjörutíu árum tóku fjölmiðlar og almenningur að sér rannsókn tveggja mannshvarfa með tilheyrandi þrýstingi á lögreglu sem endaði hreint hörmulega. Þetta mál er öðruvísi en rannsóknin á samt alls ekki að vera fyrir opnum tjöldum.“

Veggurinn tekur heilshugar undir sjónarmið Sigursteins.

Comments

comments