Mark Ritson

Einn frægsti markaðsfræði prófessor heims Mark Ritson, prófessor í markaðsfræði við Melbourne háskóla í Ástralíu, er einn þeirra sem hefur með rökum sýnt fram á að árangur af notkun á samfélagsmiðlum sé stórlega ofmetin. Sérstaklega þegar kemur að vörumerkjauppbyggingu.

Mikil áhersla hefur verið á notkun samfélagsmiðla hér á landi síðustu árin. Svo virðist sem mikið af þeim fullyrðingum sem hafa verið í hávegum hafðar hér, séu byggðar á sandi. Allir þeir sem vinna við markaðsmál ættu að hlusta á þennan bút úr fyrirlestri Ritson.

——

Mark Ritson, prófessor í markaðsfræði við Melbourne háskóla í Ástralíu. Hann er einnig gesta prófessor við Singapore Management University. Hann er PhD í markaðsfræði frá Lancaster University og hefur kennt við skóla eins og London Business School og MIT Sloan. Ritson er einn eftirsóttasti markaðsráðgjafi heims, beittur og hreinskilin stíll hans hefur gert hann að einum eftirsóttasta markaðsfyrirlesara heims.

Comments

comments