Eng­inn kemst með tærn­ar þar sem Ford F-serí­an hef­ur hæl­ana hvað varðar bíla­sölu í Banda­ríkj­un­um. Um ár­ang­ur­inn næg­ir eitt orð: sig­ur­ganga, og sem staðið hef­ur ansi lengi. Á nýliðnu ári seld­ust 780.000 ein­tök þar í landi af 17,5 millj­óna bíla heild­ar­sölu. Og það er næst­um orðið sjálf­gefið að Ford F-pall­bíl­arn­ir séu í efsta sæti þegar hvert ár er gert upp. Í því hafa þeir nefni­lega setið síðustu 34 árin í röð! Verður það met seint slegið, ef ein­hvern tíma. Lík­lega aldrei.

Það er svo meðal ann­ars að þakka vel­gengni F-serí­unn­ar að Ford var mest selda bíla­merkið í Banda­ríkj­un­um 2015 með rúm­lega 2,5 millj­ón­ir bíla. Það sem einkennir F-seríuna frá bílum annarra framleiðenda er að bíllinn er meira og minna allur búin til úr áli. Þetta gerir bílinn léttari og hagkvæmari í rekstri.

Til þess að setja þetta í samhengi samsvarar magnið af áli sem fer í framleiðsluna á Ford F-150 bílnum einum og sér, allri framleiðslu álversins í Straumsvík.

24326084_SA 13693_20727

Comments

comments