„Þetta er einn þeirra sem barðist gegn Icesave með oddi og egg. Hann lagði sig aldrei úr færi við að hrópa niður fólk sem krafðist uppgjörs við hrunið. Hann hundelti einstaklinga og skoðanir, sem ógnuðu forréttindum hans og fjármálastöðu, á samfélagsmiðlunum og sýndi hvoru tveggja ósvífin yfirgang.

Þessi maður var gjaldkeri og einn ötulasti talsmaður hinnar “umbótasinnuðu“ Samfylkingar. Þar á bæ hafa menn verið svo uppteknir af því að jarða Framsóknarflokkinn og fleiri smákónga, sem eru að þvælast fyrir pólitískum markmiðum þeirra, að þeir hafa ekki haft tíma til að mynda sér skoðun á þessu andliti flokksins…“

Comments

comments