KerlingarfjollÍ Fréttablaðinu í dag 26. maí 2016, birtist grein eftir Hans Kristjánsson ferðamálafræðing þar sem hann gagnrýnir framgöngu Landverndar. Eftir að Landvernd varð þess áskynja nú í febrúar að framkvæmdir við hótel í Kerlingarfjöllum væru hafnar og að Hrunamannahreppur hefði gefið út byggingarleyfi var gerð krafa um stöðvun framkvæmda og útgáfa byggingarleyfisins var kærð.

Hans Kristjánsson þessi sem greinina ritar er einn eigenda af einkahlutafélaginu Fannborg ehf., sem sér um rekstur hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum. Félagið hefur síðustu 15 ár lagt bæði fé og vinnu í að hreinsa og fegra það umhverfi sem það starfar í. Þannig hefur fyrirtækið haft forgöngu um hreinsun Kjalvegar og nágrennis.  Svæðið er nú, eftir áralöng verkefni við hreinsun og uppbyggingu hreint og fallegt og ferðamönnum til yndisauka.

Hans er eðlilega mjög ósáttur við að Landvernd skuli bregða fæti fyrir þær fyrirætlanir fyrirtækisins að byggja hótel í Kerlingarfjöllum. Í grein sinni ritar Hans:

„Fyrirtækið Fannborg er um 90% sjálfbært með rafmagn og vatn. Fyrirtækið flokkar sorp og flytur að sorpstöð á Flúðum. Fannborg er komið langt með að uppfylla skilyrði Hvíta svansins (vistvæn vottun) í rekstri. Fannborg hefur lagt rafmagnsstreng frá vatnsaflsvirkjun sinni í jörðu þannig að sjónmengun er engin.

Þannig hefur þetta fyrirtæki ekki aðeins sett náttúru hálendisins í forgang heldur fylgt lögum og reglum um uppbyggingu á svæðinu. Gengist undir aðal-, lands- og svæðis­skipulag Hrunamannahrepps og undir öll þau ákvæði sem gilda um rekstur fyrirtækja á hálendi Íslands. Til alls þessa verður því að horfa og þannig hefur þetta fyrirtæki vissa sérstöðu hvað varðar rekstur ferðaþjónustu á hálendinu.“

Hans spyr síðan mjög áleitina spurninga:

„Hafa forráðamenn Fannborgar nauðgað landinu í Kerlingarfjöllum á einhvern hátt og stendur eitthvað slíkt til? Nei, alls ekki, enda yfirlýst stefna fyrirtækisins, sem það hefur sýnt í verki síðustu 15 ár, að ganga vel um landið og horfa ríkulega til sjálfbærni í rekstri. Hvað er þá Landvernd, með Snorra Baldursson í forsvari, að kæra?“

Hans og félagar hafa lagt sig fram um að ganga vel um náttúruna og skilja ekki í hvers tilgangi Landvernd gengur fram með þessum hætti. Gefum Hans orðið aftur:

„Fannborg á allt undir þeirri auðlind sem samanstendur af því stórbrotna landslagi og þeirri margbrotnu náttúru sem fyrirtækið starfar í. Náttúran er fjöregg þess og það er því skýr og klár vilji allra eigenda Fannborgar að standa vörð um hana. Annað væri glapræði. Nú horfir í að Kerlingarfjöll verði gerð að friðlandi og jafnvel eftir nokkur ár að þjóðgarði. Að sjálfsögðu styður Fannborg og eigendur fyrirtækisins slík áform. Hvað varðar friðland þá hefur Fannborg m.a. lagt til að svæðið verði stækkað frá upprunalegum áætlunum.

Hálendi Íslands er oft kallað auðlind. Ég er þeirrar skoðunar að hálendi Íslands geti aldrei kallast auðlind nema það sé nýtt á einhvern hátt. Fannborg nýtir þessa umræddu auðlind og þjónustar ferðamenn sem vilja skoða og upplifa baráttu elds og íss á svæðinu. Guðmundur frá Miðdal hóf ferðir upp í Kerlingarfjöll um 1934 og nýtti sér svæðið til útvistar og kennslu í fjallamennsku. Hann lýsti fjöllunum á þann veg að „Kerlingarfjöll eru fegurst líparítfjalla á Íslandi. Tindar þeirra væru svo margbreytilegir að þeir minna á austurlensk hof“. Leyfum öllum tegundum ferðamanna að upplifa þessa fegurð hvort sem þeir eru svokallaðir náttúrusinnar eða kallast þjónustusinnar. Leggjum ekki stein í götu fyrirtækis sem hefur sýnt það á undanförnum árum að það ber mikla virðingu fyrir náttúru landsins. Fyrirtækis sem starfar í anda náttúruverndar og hefur sýnt gott fordæmi í uppbyggingu á svæðinu öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum á hálendi Íslands til eftirbreytni.“

LandverndÍ frétt á Vísir.is er Snorri Baldursson, formaður Landverndar inntur eftir því hvort Landvernd sé að bregða fæti fyrir ferðaþjónustu í Hrunamannahreppi. Svar hans er „Alls ekki,“ og síðar bærit hann við „En við þurfum að nota þau úrræði sem við höfum.“?

Ekki er gott að átt sig nákvæmlega á því hvað liggur í þessum orðum Snorra sem höfð eru eftir honum á Vísi. Af þeim má þó ráða að forráðamenn þessa félagskapar kæra sig kollótta um verndun lands. Þeirra megin markmið virðist frekar vera að nýta öll þau úrræði sem lög og reglur heimila til þess að standa í vegi fyrir framkvæmdum og verndar- og uppbyggingarstefnu einkarekinna fyrirtækja. Sú spurning verður sífellt áleitnari að samtökin Landvernd séu bullandi vinstra afturhald sem felur sig á bak við fallega ímynd þess sem vill vernda land.

 

Comments

comments