BSRB sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem búið er að taka saman ´hrif úrskurðar Kjararáðs að hækka laun sjö emb­ætt­is­manna og allra sendi­herra aft­ur­virkt. Þar er sýnt svo ekki verður um villst á hvaða villigötum störf Kjararáðs eru.

„Sú ákvörðun kjararáðs að hækka laun vel launaðra rík­is­for­stjóra og sendi­herra um tugi pró­senta, aft­ur­virkt, er í hróp­andi ósam­ræmi við sam­komu­lag sem aðilar á vinnu­markaði, þar með talið ríkið, gerði þegar unnið var að end­ur­bót­um að vinnu­markaðsmód­el­inu,“ seg­ir á vef BSRB.

Samkvæmt þessu hækkar Rík­is­end­ur­skoðandi um 29,5 pró­sent í laun­um og fær 4,7 millj­óna króna ein­greiðslu, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hækkar um 14,8 pró­sent og fær um fjög­urra millj­óna króna greiðslu, for­seta­rit­ari um 19,6 pró­sent og fær 1,8 millj­ón­ir króna, hag­stofu­stjóri um 11,4 pró­sent og fær 1,2 millj­ón­ir í ein­greiðslu og fram­kvæmda­stjóri Frí­hafn­ar­inn­ar um 12,8 pró­sent og fær 2,5 millj­óna króna ein­greiðslu.

 

Það hlýtur að koma fram krafa um að Alþingi breyti lögum um kjararáð því þetta batterí er nú í annað sinn á stuttum tíma að senda sprengjur inn á vinnumarkaðinn með aðgerðum sínum. BSRB hef­ur skorað á Alþingi að breyta lög­um um kjararáð þannig að ráðið verði ekki leiðandi í launa­mál­um líkt og nú er. En fátt hefur orðið um svör.

„Þá er rétt að ít­reka gagn­rýni á hversu ógagn­sætt kjararáð er í ákvörðunum sín­um. Þar er þess vand­lega gætt að til­taka ekki hver laun þeirra sem ákv­arðan­irn­ar ná til voru áður en ákvörðunin tók gildi. Það er því oft erfitt eða ómögu­legt að sjá hversu mikl­ar hækk­an­irn­ar eru í raun. Þess­um felu­leik þarf að linna og það er Alþing­is að sjá til þess að al­menn­ing­ur hafi þær upp­lýs­ing­ar sem þarf. Þessi felu­leik­ur er með öllu óþolandi.“ Segir BSRB

 

Comments

comments