Á 13. öld hélt hinn mikli kristni hugmyndafræðingur heilagur Tómas af Akvínó að það væri synd að svindla á fólki með því að selja því vörur fyrir annað en sanngjarnt verð og að það væri ósanngjarnt og beinlínis ólöglegt að kaupa vörur og selja þær fyrir meira en það sem talið var sanngjarnt virði þeirra. Hugmyndir heilags Tómasar hafa tæpast verið í gildi þegar verðlagning á hótelum og gistiheimilum er skoðuð. Himin hátt verð hefur verið fyrir þessa þjónustu síðustu árin og þrátt fyrir að mikið hafi verið bætt í með fjölda herbergja til leigu hefur verðið stöðugt verið að hækka síðustu ár.

Það er fyrst núna sem virðist að verðin séu að gefa eftir. Í raun má nota mikið sterkara orðalag og segja að það sé hrun í verðum á gistirýmum í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum Veggsins er lausa-traffík sem verið hefur þú nokkur síðustu ár nánast alveg horfin. Þetta hefur þau áhrif að hótelin sitja uppi með herbergi sem erfitt er að koma út.

Merki um þetta er sláandi á vefnum Hotels,com þar sem kaupa má hótelherbergi í Reykjavík á verulega niðursettu verði miðað við  svokallað verðskrárverð. Ekki er nokkur vafi á því að miðað við núverandi gengi krónunar þá er ótrúlega kostnaðarsamt að kaupa gistingu í Reykjavík fyrir þá sem sækja okkur heim. Mestan afslátt má sjá hjá þeim sem selja þjónustu sína dýrt en minna hjá þeim sem frekar hafa gætt hófsemi í verðlangningu.

Ef tekið er dæmi af vinsælu og stóru hóteli í Reykjavík þá kostar nóttin þar á fullu verði það sama og viku ferð til Tenerife (Flug, hótel með öllu innföldu, fullu fæði og drykkjum). Þetta er harkalegur samanburður en samt sannur.

Núna er sá árstími þar sem mest er um ferðamenn og öll hótel og gistiheimili ættu að vera full bókuð eða því sem næst. Samt eru nánast öll hótel landsins að falbjóða stakar nætur á lágu verði. Þetta óneitanlega veldur nokkrum áhyggjum þar sem ástandið gæti versnað til muna þegar fer að dimma og kólna.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi af handahófi af vefnum Hotels.com.

Comments

comments