Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata tekur óstinnt upp þær fréttir að Sigmundur Davíð sé á leið í pólitík á ný. Ásta Guðrún hótar málþófi og segir

„Við skulum hafa eitt á hreinu – það munu engin mál komast í gegn ef við fáum ekki kjördag um leið og þing kemur aftur saman.“

Ásta Guðrún byrjar færslu sína með tilvitnun í bréf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins til flokksmanna, en í því segir Sigmundur afdráttarlaust að klára þurfi ákveðin mál áður en hægt er að boða til kosninga. Mikilvægara sé að klára verkefnin en kjósa í haust.

Hér er færsla Ástu Guðrúnar í heild sinni:

„Við skulum hafa eitt á hreinu – það munu engin mál komast í gegn ef við fáum ekki kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Það er alveg kýrskýrt afhverju það þarf að boða til kosninga og það er vegna þess að fólk er komið með nóg af mikilmennskubrjálæði, lögleysi og siðleysi stjórnmálamanna. Þetta er kúltúr sem við erum að reyna að uppræta. Það er ekki lengur hægt að komast upp með allt og halda áfram eins og ekkert sé. Stundum þarf að taka afleiðingum gjörða sinna.“

Veggurinn er þeirrar skoðunar að ef þingkonan meinar eitthvað með því að hún vilji uppræta þann kúltúr sem einkennist af mikilmennskubrjálæði, lögleysi og siðleysi stjórnmálamanna ætti hún að byrja á því að líta í eigin barm. Upphrópanir í garð annarra líkt og hér sjást, eru ekki trúverðugar. Auk þess hefur sá stjórnmálaflokkur sem þingmaðurinn starfar í það sérstaklega á stefnuskrá sinni að verja stuld á hugverkum íslenskra listamanna. Siðleysi?

AGH ummæli FB

Comments

comments