Veggurinn hefur fyrir því heimildir að hópur manna hafi í nokkuð langan tíma fylgst með og skráð nákvæmlega allar auglýsingabirtingar á ákveðnum vefmiðlum. Hópurinn telur víst að hrægammasjóðir sem eigi hér á landi verulega hagsmuni séu að kosta rekstur þessara miðla. Einn viðmælandi sem tengist þessum hóp ræddi við Vegginn:

„Í gamla daga hét þetta að fá styrki til starfseminnar en í dag er öldin önnur. Það er verið að kaupa skoðanir manna, borga fyrir það að hafa áhrif á almenningsálitið. Áhrifin sem þessir hrægammar hafa hér á landi eru ógnvænleg. Vogunarsjóðir eru með sérfræðinga í að fela fjármuni og geta auðveldlega greitt inn í þessa miðla án þess að hægt sé að rekja þær greiðslur.“

Blaðamaður var á þessu stigi farin að efast um viðmælanda sinn og velta fyrir sér hvort hann væri haldin verulegri vænisýki. „Er þetta nú ekki orðum aukið?“ Spurði blaðamaður. Nei kvað viðmælandinn við. Þessir aðilar eru með í þjónustu sinni færustu lögmenn og endurskoðendur landsins og engum finnst það óeðlilegt því hér eru miklir hagsmunir í húfi. Því ættu þessir aðilar þá ekki að kaupa sér þjónustu hjá almannatenglum og velvild frá fjölmiðlum sem flestir standa á brauðfótum.

„Þarna er risa stór skekkja, það er algerlega augljóst að framlög hluthafa og auglýsingatekjur þessara miðla standa engan vegin undir rekstri þeirra. Jafnvel ef þú tekur allar auglýsingar sem þessir aðilar birta á fullu verði og 100% nýtingu á því plássi sem er í boði þá vantar samt verulega upp á að dæmið gangi upp”

Eignarhald fjölmiðla hefur oftar en ekki verið fréttaefni í öðrum fjölmiðlum. Þekkt er að hjónin sem eiga 365 miðla eru með sterk tengsl við aflandsfélög og kröfuhafa. Kjarninn er tengdur aðilum sem eiga fé í aflandsfélögum skattaskjólum. DV hefur fjallað um eignarhald á Stundinni en eigendur þar eru m.a. Kínverskt félag sem skrásett er í Hong Kong. Kínverska félagið á svo að vera í eigu breskra fjárfesta. Það er Fjölmiðlanefnd sem heldur utanum og skráir eignarhald á íslenskum fjölmiðlum.

Veggurinn lagðist sjálfur í smá rannsóknarblaðmennsku síðustu daga og taldi út auglýsingar á vefmiðlum og hafði í kjölfarið samband við nokkur birtingarhús sem kaupa auglýsingar á markaði. Þetta var gert til þess að fá tilfinningu fyrir því hvað verið væri að greiða fyrir auglýsingar í mismunandi miðlum.

Mögulega er sá sem þetta skrifar komin með netta vænisýki en niðurstaðan er vægast sagt athyglisverð.  Líkast til er hér er ekki allt sem sýnist!

Comments

comments