Kjarninn birtir í dag grein undir flokknum Staðreyndavaktin. Stæra þeir sig af því að vera  í samstarfi við Vísindavef Háskóla Íslands. Síðasta úttekt þeirra er vegna ummæla Sigmundar Davíðs í fyrsta umræðuþætti ríkissjónvarpsins fyrir þessar Alþingiskosningar.

Býr Kjarninn til þrjár spurningar vegna svara Sigmundar Davíðs og svarar þeim.

Er verið að kjósa snemma vegna Wintris-málsins, átti Sigmundur aldrei aflandsfélag og er Tortóla skattaskjól?

Í fyrsta lagi vildi Sigmundur gera athugasemd við inngang starfsmanna sjónvapsins um að kosningar væru vegna Wintris málsins og sagði

ég steig til hliðar á meðan það mál væri að skýrast sem það hefur svo sannanlega hefur gert núna.

Ég á ekki, hef aldrei átt aflands­fé­lag. […] Ég hef aldrei átt hlut í þessum eign­um. […] En það er hins vegar til­fellið að eig­in­kona mín átti eignir sem að voru skráðir í á­kveðnu landi sem hefur aldrei verið í skatta­skjóli. Þetta er land sem er með tví­skött­un­ar­samn­inga við Ísland, ­upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við Ísland.“

Í fyrsta lagi gat Sigmundur Davíð ekki ákveðið að kosið yrði núna í haust þar sem hann steig útúr Ríkisstjórninni. Komið hefur fram að hann vildi fá tækifæri til að skýra sín mál utan ríkisstjórnar til að trufla ekki störf ríkisstjórnarinnar. Það voru Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson sem ákváðu að kosningar yrðu 29 október.

Í öðru lagi þá hefur það margsinnis komið í ljós að skráning eigna Önnu Stellu á Sigmund Davíð voru mistök sem leiðrétt voru með færslu uppá $1,- eða einsog segir á heimasíðunni Panamaskjolin.is:

Af hverju 1 dollar?

Við leiðréttingu á eignarhaldinu þurfti að skrá eitthvað verð fyrir flutninginn. Hlutabréf Sigmundar í félaginu var ógilt og nýtt hlutabréf gefið út á nafn Önnu. Þar með varð Wintris að fullu skráð í eigu hennar, í samræmi við skilning þeirra beggja um að eini tilgangurinn væri að halda utan um fjölskylduarf hennar.

Við breytinguna voru öll viðeigandi skilyrði uppfyllt með því að hlutirnir sem skráðir höfðu verið á Sigmund voru framseldir til Önnu. Stjórn félagsins ógilti hlutina og gaf út nýtt hlutabréf á nafn Önnu fyrir jafnmörgum hlutum. Verð hlutanna við framsalið var einn dollar enda voru hlutirnir verðlausir í upphafi og framsalið formleg lagfæring.

Í þriðja lagi er Tortóla eyja, sú stærsta innan Bresku Jómfrúreyja og er undir lögum við Breska heimsveldið (UK).  Tvísköttunarsamningar og upplýsingaskiptasamningar eru á milli Íslands og Bresku Jómfrúreyja. Hverjar skattreglurnar eru þar skiptir ekki máli því Anna Stella greiddi alla sína skatta hér á landi.

Vísindavefur Háskóla Íslands hefur ekki birt þessa úttekt Kjarnans.visindavefur_logo_stort_200514

Marínó G Njálsson tekur sama efni fyrir í færslu sinni á Facebook sem má nálgast hér.

Comments

comments