Grein á Independent um genabreyttan lax.

Genabreyttur Atlandshafslax

Hraðvaxta genabreyttur Atlandshafslax við hlið minni jafnaldra síns sem er ekki genabreyttur.

Í Independendet frá 19. nóvember sl. er áhugaverð grein um genabreyttan lax. Þar kemur fram að FDA eða Bandaríska lyfja og matvælaeftirlitið hafi samþykkt, eftir 20 ára rannsóknir, genabreyttan lax sem vex tvöfalt harðar en náttúrulegur lax. Leyfilegt verður að rækta þennan genabreytta lax í lokuð kerfum uppi á landi.

Mikil andstaða er við genabreyttum matvælum víða um heim en gert er ráð fyrir að þessi svokallaði „Frankenfish“ verði samþykktur þrátt fyrir mótmæli. Þessi lax er „framleiddur“ með „genasplæsingum“ úr kyrrahafslaxinum Chinook og fiski sem líkist keilu eða steinbít og kallast Ocean Pout. FDA segir að það sé enginn efnislegur munur á þessari tegund Atlandshafslax og þess náttúrlega lax eins og við þekkjum hann, nema þá þann að þessi genabreytti lax vaxi tvöfalt hraðar en hinn hefðbundni lax.

Comments

comments