Mörgum varð nokkuð um á sunnudagsmorguninn síðastliðin þegar fyrrum forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson upplýsti að reynt hefði verið að athuga hvort hann væri ekki falur þegar hann tókst á við Vogunarsjóðina sem Steingrímur J. gaf íslensku bankana.

Sigmundur var í viðtali á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni á sunnudagsmorguninn, hann lýsti því að fólk hafi gert grín að honum þegar hann lýsti á flokksþingi 2015 atburðum sem hann hafði lent í en nú sé betur og betur að koma í ljós hvernig þessir aðilar starfa. Aðspurður um hvort hann væri að vísa í mútumál eins sjóðsins og hvort hann sé að halda því fram að eitthvað slíkt sé í gangi hér sagði Sigmundur:

„Ég er ekki að saka neina Íslendinga að hafa þegið mútur, en ég veit að mér var boðið að leysa málin á þann hátt að ég gæti verið sáttur við þá og þeir yrðu sáttir og málið leyst. Mér var reyndar líka hótað, oftar hótað en mér var boðin ásættanleg lausn.“

Kristján Kristjánsson:

„Hvað ertu að segja mér núna, að þér hafi verið boðin ásættanleg lausn, hvað þýðir þetta?“

Sigmundur:

„Það voru oftar en einu sinni menn sendir að tala við mig, spyrja mig hvort að ég væri ekki til í það að klára þetta mál þannig að allir gætu vel við unað.“

Kristján Kristjánsson:

„Hvort þú værir falur?“

Sigmundur:

„Já, já, ég er að segja það.“

Í samhengi við atburði síðustu daga þar sem eigendur í slitabúi Kaupþings banka seldu sjálfum sér hlut í bankanum á undirverði í þeim tilgangi að sniðganga stöðugleikaframlag til íslensku þjóðarinnar. Vaknar óneitanlega upp sú áleitna spurning hvort embættismönnum í íslenskri stjórnsýslu eða kjörnum fulltrúum hafi verið boðin ásættanleg lausn fyrir að gera ekki athugasemdir við gjörning þennan. Í það minnsta hefur þögnin úr herbúðum bæði stjórnarandstöðu og stjórnarliða verið nokkuð þrúgandi.

Allir eru tilbúinir að tjá sig um hvort leyfa eigi einstaklingum smásölu á áfengi en engin, allavega mjög fáir þora að hafa á þessu máli skoðun. Er þetta enn eitt dæmið um ægivald fjármálakerfisins?

Comments

comments