SkúliÍ Morgunblaðinu í gær þriðjudaginn 26. apríl 2016, nánar á blaðsíðu 26, birtir Skúli Jóhannsson verkfræðingur grein sem hann kallar „Vindlundir Landsvirkjunar.“ Í þessari grein sinni ber Skúli meðal annars saman forsendur þeirra sem reka vindlundi í Evrópu við forsendur þær sem eru hér á íslenskum raforkumarkaði. Hann bendir meðal annars á þá staðreynd að tilraunir Landsvirkjunar með vindrafstöðvar séu í raun svo litlar að varasamt sé að álykta of mikið um stóra vindlundi bara út frá reynslunni af þeim litlu vindrafstöðvum sem hér hafa verið reystar. Skúli segir svo:

“Á grundvelli niðurstöðva tilraunarekstrarins áformar Landsvirkjun að reisa þyrpingar af vindrafstöðvum, allt að 100 MW í Blöndulundi og 200 MW í Búrfellslundi. Í áætlunum um þessar framkvæmdir er gert ráð fyrir sömu nýtingu og í tilrauninni, eða 40%.

Það er nokkuð þröngt sjónarhorn að taka einungis tillit til breytileika í vindorkunni á virkjunarstað eins og Landsvirkjun hefur gert fyrir Búrfells og Blöndulund. Það ætti að vera í lagi í Evrópu þar sem vindrafstöðvar eru keyrðar til að spara jarðefnaeldsneyti hjá kola og olíurafstöðvum, en því er ekki þannig farið á Íslandi. Hér munu vindrafstöðvar starfa í samrekstri við vatnsafls og jarðvarmastöðvar og þess vegna er flóknara að mæla ávinning af vindorkunni.“

Skúli bendir einnig á þá staðreynd að íslenska kerfið þurfi ekki ávallt á framleiðslu vindlunda á halda t.d. ef miðlunarstaða er góð eða mikið mundi falla til af ómiðluðu rennsli við vatnsaflsvirkjanir myndi sú orka renna óbeisluð til sjávar ef vindlundum væri gefin forgangur í raforkukerfinu. Skúli segir:

„Hefð er fyrir því í hagkvæmniathugunum að virkjanir sem eru fyrir í kerfinu fá jafnan forgang til vinnslu, hvað svo sem gert verður í raunverulegum rekstri. Ég leyfi mér að áætla að það ætti að nota 34% fyrir nýtingu vindrafstöðva í stað 40%, að því tilskildu að samanlagt uppsett afl vindlunda sé minna en 500 MW. Ef hins vegar uppsett afl væri meira en 500 MW þyrfti að gæta að því hvort virkjunarkerfið hefði undan við að fylla upp í framleiðslulægðir, en skortur á miðlunum og/eða uppsettu afli vatnsaflsvirkjana fer þá að segja til sín. Það mundi leiða til þess að nýting á uppsettu afli minnkaði enn frekar hjá vindlundum og nýtingarstuðullinn yrði jafnvel kominn niður í 27% við 1.000 MW. Þarna verður til önnur tegund af breytileika í rekstri.“

Það vekur óneytanlega mikla athygli að í grein þessari leggur Skúli fram útreikninga á framleiddri megawattsstund (Skammstafað MWh eða MWst) annarsvegar fyrir orku úr vindlundum, þar sem hann telur að framleiðslukostnaður sé um 70 bandaríkjadalir á MWst og hinsvegar til samanburðar orku úr Búðarhálsvirkjun þar sem hann telur að framleiðslukostnaðurinn sé 30 bandaríkjadalir á MWst. Gefum Skúla loka orðin:

„Samkvæmt þessu er lítil skynsemi í að Landsvirkjun fari að reisa vindrafstöðvar í stórum vindlundum. Það væri nær að halda sig við hefðbundnar vatnsaflsog jarðvarmavirkjanir á meðan það stendur til boða. Ef öðrum aðilum en Landsvirkjun dettur í hug að reisa vindrafstöðvar í hagnaðarskyni með sölu inn á landsnetið í huga er þeim ráðlagt að fara áður rækilega í gegnum hagkvæmniútreikninga og leitast við að tryggja sig með ívilnunum (ef fáanlegar eru) og/eða ásættanlegum orkusölusamningum.“

Comments

comments