„Þetta er mjög skelfilegt og fullkomlega brjálað. Ég þakka guði og skapara mínum fyrir að þetta sé ekki svona í Danmörku,“

Þetta sagði Søren Pape Poulson, leiðtogi Íhaldsflokksins og dómsmálaráðherra Danmerkur, um þróun afbrota og glæpa í sænsku borginni Malmø, 30 km frá Kaupmannahöfn,  handan Eyrarsund. Undanfarna mánuði hefur ógnaröld ríkt í Malmø vegna skotbardaga, morða og árása með handsprengjum.

Á vefsíðu Jyllands-Posten miðvikudaginn 26. apríl segir að margir danskir stjórnmálamenn telji að það séu tengsl á milli aukinnar glæpastarfsemi og mildrar útlendingastefnu sænskra stjórnvalda.

„Margt getur ýtt undir þessa þróun, eitt af því er hvernig staðið hefur verið að útlendingamálunum árum saman. Hvenær menn hafa mátt taka þau fyrir og ræða sem samfélag. Það vekur skelfingu að heyra um það sem gerist í Malmø,“

Segir danski dómsmálaráðherrann. Hann er spurður hvaða tengsl hann sjái milli þessa og stefnu Svía í útlendingamálum.

„Þegar maður sér að gettó fá leyfi til að þróast og vaxa og staðir finnast sem lögregla lætur afskiptalausa. Kannaðu hvað felst í skipulögðum aðgerðum okkar hér í Danmörku gegn gengjum og skipulögðum glæpahópum og hlustaðu síðan á það sem við heyrum frá Malmø. Þar bíða risavaxin verkefni.

Vissulega eru verkefnin á þessu sviði alvarleg í Danmörku en mér stendur alls ekki á sama um að staðan sé svona í Malmø.“

Í Danmörku hefur umræðan verið mjög opin og heiðarleg hvað sem á hefur dunið. Þess vegna er staðan nú eins og hún er. Af því að við höfum tekið frumkvæði víða. Verði gettóvandinn svo alvarlegur að hann berist til Danmerkur breytist staðan mjög og verður alvarleg. Annars er það ekki mitt að sýsla með stefnu Svía í lögreglu- og útlendingamálum,“ segir Søren Pape Poulsen.

Heimild: Ritsau og Varðberg.is

 

Comments

comments