Viðar Garðarsson skrifar:

Á laugardaginn síðastliðinn kaus þjóðin sér nýjan forseta. Guðni Th. Jó­hann­es­son er 48 ára en hann átti afmæli í gær sunnudaginn 26. júní. Hann verður því yngsti for­seti lands­ins þegar hann tek­ur við embætti. Vig­dís Finn­boga­dótt­ir var næstyngst, 50 ára.

Sá er þetta skrifar kaus ekki Guðna en er ákafur stuðningsmaður lýðræðisins og lýðræðið valdi Guðna. Kjör­sókn var meiri í ár held­ur en í síðustu kosn­ing­um sem er jákvætt fyrir lýðræðið. Alls greiddu 185.390 manns at­kvæði eða  75,7% af þjóðinni. því mun Guðni Th. Jóhannesson verða forsetinn minn. Já ég segi minn með miklu stolti. Ég er sannfærður um að hann mun standa sig vel í starfi. Frá sunnudagsmorgninum þegar úrslit voru ljós varð hann minn. Ég eins og þjóðin vonandi gerir, stend með mínum forseta.

Til hamingju öll!

Comments

comments