Gunnar Heiðarsson kallar sig nöldrarann tekur hér fyrir ástandið í Framsóknarflokknum.

Það er illa komið fyrir Framsóknarflokki og óvíst að hann nái þeim merka áfanga að halda upp á aldarafmæli sitt. Bylting nokkurra áhrifamanna innan flokksins stendur nú sem hæst og mun velt á því hvort flokkurinn lifir eða deyr. Í öllu falli mun flokkurinn koma verulega skakkur til kosninga, jafnvel þó takist að halda honum í réttum höndum.

….

Þó vissulega megi segja að enginn einn maður sé stærri en stjórnmálaflokkur, má nánast fullyrða að Framsóknarflokkurinn væri varla til í dag nema fyrir einn mann. Nú vilja sumir í efstu stöðum flokksins losa sig við þann mann. Nærri er víst að kjósendur eru á öndverðum meiði, þ.e. kjósendur Framsóknarflokks. Kjósendur annarra flokka vilja að sjálfsögðu að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni verði velt úr sessi.

….

Fyrir örfáum vikum síðan var umræðan um hið svokallaða Wintrismál nánast engin. Sigmundur Davíð og eiginkona hans Anna Sigurlaug, höfðu skýrt sitt mál svo vel sem mest má. Þau höfðu lagt fram öll þau gögn um málið sem hægt er að leggja fram. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem ekki taka þær skýringar gildar og munu ekki taka nokkrar skýringar gildar. Í þeirra augum er SDG sekur og verður það hvað sem hver segir. Aðrir líta til gagnanna, skoða úttektir óháðra aðila á málinu og komast að því að þarna var aldrei neitt mál í gangi, einungis pólitísk árást á SDG.

….

Eitt liggur þó ljóst fyrir, að enginn frambjóðandi til alþingiskosninganna nú í haust mun ganga til þeirra með jafn hreinan bakgrunn og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur lagt fram öll gögn um sín fjármál og ekkert sem hægt er að finna á hann. Hversu margir aðrir frambjóðendur, í öllum flokkum, hafa óhreint mjöl í pokahorni sínu?!

Færsluna alla má lesa hér

Comments

comments