H_utgjold

Hvað segir reynsla fyrri ára okkur um umgengni stjórnmálaafla við heilbrigðiskerfið? Í netheimum hefur verið að ganga mynd þar sem tekin eru saman árleg útgjöld til heilbrigðismála bæði í milljónum króna (bláa línan) og sem hlutfallsleg hækkun eða lækkun á milli ára (súlurnar). Myndin er unnin úr gögnum frá Hagstofunni og flokkuð samkvæmt COFOG staðli. Kaup heimila á heilbrigðisþjónusu af hinu opinbera hafa verið dregin frá. Upphæðir hafa verið staðvirtar með verðbísitölu samneyslunnar og eru í þúsundum króna á verðlagi 2015, segir í smáa letrinu á myndinni.

Ljóst er af myndinni hér að ofan að Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms gekk harðar fram í niðurskurði fjármagns til heilbrigðismála en áður hafði þekkst frá árinu 1998. Reynsla sögunnar segir því að ekki sé óhætt að treysta VG og Samfylkingu fyrir því að byggja upp heilbrigðiskerfið. Engir stjórnmálaflokkar hafa leikið það jafn grátt síðustu tvo áratugi.

Síðast lofuðu þessir flokkar því að slá skjaldborg um heimilin. Passa átti upp á grunnstoðir samfélagsins líkt og heilbrigðiskerfið. En annað kom í ljós. Heilbrigðiskerfið var skorið inn að beini á sama tíma og mokað var peningum í gæluverkefni Steingríms líkt og Sjóvá og Sparisjóð Keflavíkur.

Hverjum dettur í hug að treysta þessu fólki nú? Núverandi formenn beggja flokka Katrín Jakobsdóttir og Oddný Harðardóttir voru ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu sem nagaði heilbrigðiskerfið inn að beini.

Comments

comments