Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugstjóri

Þorkell Ásgeir Jóhannsson flugstjóri

Kristján Már Unnarsson fréttamaður birtir á Visir.is afar athygli vert viðtal við Þorkell Ásgeir Jóhannsson þjálfunarflugstjóra sjúkraflugs hjá Mýflugi.

Þorkell var einn fulltrúa í áhættumatsnefnd um Reykjavíkurflugvöll, sem Isavia leysti upp fyrir jól. Hann segir pólitíska andstöðu gegn flugvellinum birtast sterkt innan Isavia og forstjórinn sé einbeittur flugvallarandstæðingur sem sé að misnota vald sitt.

Forstórar Samgöngustofu og verkfræðistofunnar Eflu fá líka sendan tóninn frá flugstjóranum. Það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með umræðum um Reykjavíkurflugvöll að flugáhugamenn eru rasandi bit á framgöngu ISAVIA í þessum málum. Þannig segir til að mynda Petur P Johnson sem áratugum saman hefur snúist í kringum íslensk flugmál í Facebookfærslu um þessa frétt Kristjáns

„margoft hefur það sýnt sig að Isavia vinnur gegn hagsmunum innanlandsflugs og sjúkraflugs á Íslandi. Svo virðist sem sjóndeildarhringur forsvarsmanna Isavia nái ekki út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar.“

Skoðun Péturs virðist endurspegla nokkuð almennt viðhorf innan flugbransans.

Þeir sem vilja skoða frétt Kristjáns Más og vitalið við Þorkel á Vísir.is geta smellt hér. 

Comments

comments