Meðfylgjandi mynd sýnir hvað mikið afl er uppsett í nokkrum löndum Evrópu. Mikið er talað um hvað Ísland sé stórt og mikið á þeim markaði. En þegar horft er á stóru myndina þá erum við óttarlega smá í alþjóðlegum samanburði.

uppsett afl í Evrópu

Okkar afl er 2 GW og er framleiðslan um 17 þúsund MW stundir. Bretar eru með uppsett afl um 72 GW og Norðmenn 34 GW. Vestur Evrópa er með 123 GW og austur Evrópa 197 GW. 7 GW geta komið af vindmillum af hafi ef að vindur er hagstæður.  Samtals er því aflið sem Evrópa hefur yfir að ráða 435 GW. Með því að leggja 1 GW streng til Bretlands eins og sæstrengsumræðan gengur útá, þá væri útflutningur okkar einungis 0,23% af orkumarkaði Evrópu. Samt værum við að flytja út helminginn af því sem við framleiðum hér á landi.

Comments

comments