Þegar tölur yfir vísitölu neysluverðs síðustu mánuði er ljóst að Seðlabanki Íslands er að velta vandræðagangi sínum yfir á almenna neytendur hér á landi. Samkvæmt nýjustu tölum mælist verðbólgan hér á landi 1,6% sem er nokkuð góð lækkun á milli mánaða.  Án húsnæðisliðs vísitölunnar mælist nefnilega ársverðbólgan -1,7% og hefur verðhjöðnunin aukist um 0,7% frá fyrra mánuði.

Með því að mæla inn í neysluvísitöluna húsnæðisliðinn líkt og gert er hér er fjármálakerfið að láta almenning borga fyrir þenslu sem fjármálakerfið sjálft ber ábyrgð á. Það eru jú lífeyrissjóðir og bankar sem eru fjárhagslegir bakhjarlar þeirra leigufélaga sem hafa keypt upp þúsundir íbúða á markaði til þess að ávaxta fé sitt. Þetta hefur ýtt verði á minni íbúðum upp úr öllu valdi og þar með húsnæðisliðum vísitölunnar.

Þetta er líkt því að þessir sjóðir hafi sjálftökurétt á fé almennings. Allt er þetta með samþykki og blessun Seðlabankans. Marínó G. Njálsson skrifar færslu á Facebook vegg sinn, þar skrifar Marínó:

„Verðbólgan mælist 1,6% sem er dágóð lækkun á milli mánaða. Innflutt verðhjöðnun heldur áfram til að vega á móti hinni séríslensku mælingu á fjárfestingaverðbólgu. Án húsnæðis mlist nefnilega ársverðbólgan -1,7% og hefur verðhjöðnunin aukist um 0,7% frá fyrra mánuði. Nú eru komnir 9 mánuðir með verðhjöðnun á þremur af fjórum þáttum vísitölu neysluverðs, þ.e. innlendri eftirspurnarverðbólgu (þ.e. verðbólga sem á sér stað vegna mikillar eftirspurnar eftir almennum vörum og þjónustu), innlendri framboðsverðbólgu (þ.e. verðbólgu uppruna vegna innlendra kostnaðarhækkana á vöru og þjónustu) og innfluttri verðbólgu (þ.e. verðbólga sem verður vegna innfluttra kostnaðarhækkana á vöru og þjónustu). Fjórði þátturinn, þ.e. húsnæðisverðbólgan sem drifin er áfram af skorti á húsnæði, heldur hins vegar verðbólgunni þar sem hún er og þar með vöxtum Seðlabankans.“

Comments

comments