Meirihlutinn við upphaf samstarfsins í Elliðaárdal Mynd: Reykjavík.is

Meirihlutinn við upphaf samstarfsins í Elliðaárdal
Mynd: Reykjavík.is

Meirihlutinn í borgarstjórn sem skipaður er Samfylkingu, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum nær nýjum hæðum í fjármálaóreiðu. 5 milljarða króna tap varð á rekstri Reykjavíkurborgar í fyrra, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 7,3 milljarða króna rekstrarafgangi. Niðurstaðan var því 12,3 milljörðum króna lakari en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta kemur fram í samstæðu ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 sem lagður var fyrir borgarráð í dag.

Ef skoðaður er A hluti borgarsjóðs fyrst, það er sá hluti af rekstri borgarinnar sem rekinn er fyrir skattfé borgaranna kemur í ljós að þar er 13,6 milljarða tap og skuldaaukning um 16,2 milljarða kr. á einu ári. Á A hluta borgarsjóðs hefur verið stöðugur hallarekstur frá því að Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr tóku við borginni árið 2010. Stór hluti af þessu tapi nú er svokölluð einskiptis gjald­færsla vegna hækk­un­ar líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Tapið á A hlutanum er 1,3 milljarðar ef þessi einskiptis gjald­færsla er tekin frá.

Í eldri ársreikningum borgarinnar eru þessar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar að finna í skýringum. Árið 2013 eru þær sagðar 18,1 milljarður og 2014 eru þær sagðar 20 milljarðar. Því má ljóst vera að núverandi meirihluti hefur einungis sópað öðru megin undan teppinu að þessu sinni,  Þannig má gera ráð fyrir að nýrri einskiptis færslu í næsta uppgjöri.

Sést þetta enn bet­ur með því að skoða veltu­fé frá rekstri sem seg­ir hversu miklu fjár­magni rekst­ur­inn skil­ar til fjár­fest­inga og greiðslu skulda. Veltu­fé frá rekstri er 5,7% af tekj­um árs­ins en þyrfti að vera a.m.k. 9% þannig að rekst­ur­inn er langt frá því að skila nauðsyn­legu fram­lagi til að standa undir skuldbindingum sínum. Ef haldið er áfram á þessari braut mun á endanum blasa við greiðsluþrot. Ljóst er að sparnaðaraðgerðir borgarinnar hafa dugað skammt.

 

 

 

 

Comments

comments