PBKogRUVMín skoðun er sú, að einkareknir fjölmiðlar geti bara haft þá skoðun á mönnum og málefnum, sem þeim býður við að horfa innan ramma laga. Þarf ekki að skoða þá, fólk metur þeirra frammistöðu sjálft.

Ég átta mig ekki á tali um MISnotkun þeirra í þágu manna og málefna. Hinsvegar hljóta spjótin að beinast að RÚV í almannaeigu, ef misbrestur þykir á hlutlægni í starfseminni. Reynslan undanfarið er ekki góð, hvað sem er rétt eða rangt í þvi. Oft hafa blásið pólitískir vindar um Ríkisútvarpið sennilega alla tíð og verið uppi hróp um misnotkun og hlutdrægni og efalaust til mörg dæmi í þeim efnum.

En, hvað sem því líður, tímarnir eru breyttir og takast ber á við stöðuna í nútímanum. Staðreyndin er sú, að mikill ágreiningur virðist vera uppi og sýnist sitt hverjum. En óviðunandi hlýtur að vera, að umræður um veigamikil mál truflist meira og minna af rifrildi um hlutlægni RÚV í stað málefnanna sjálfra. Þetta er skaði. Framundan eru t.d. alþingiskosningar og skaðlegt er lýræðinu, ef þær snúast um RÚV og starfsmenn fréttastofunnar þurfi meira og minna að bregðast við og svara fyrir eigin frammistöðu eins og t.d. svo átakanlega mörg dæmi eru um úr nýliðinni tíð.

Ég er ekki að hugsa um rannsóknarrétt yfir stofnuninni eða einstökum starfsmönnum hennar, heldur einhverskonar sameiginleg úrræði, hvernig endurheimta megi trúverðugleika. Allir hljóta að hafa mesta hagsmuni af, að trúverðugleiki RÚV sé nær óvéfengjanlegur í hvívetna, hvar í flokki sem standa. Er árangur ekki síst undir fréttamönnum og þáttastjórnendum sjálfum komið og þeir e.t.v. horfi aðeins í eigin barm en svari ekki og bregðist ætíð illa við hverju einu, sem að þeim beinist. Þeir eru almennt svo móðgunargjarnir, að mínu áliti, og mættu m.a. stíga frekar niður til okkar almúgans og freista þess að vinna traust sem flestra og standi þannig undir mikilvægu hutverki sínu í almannaþágu.

Comments

comments