Frá vinstri: Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Illugi Gunnarsson menta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við undirritunina í dag.

Frá vinstri: Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við undirritunina í dag.

Fyrr í morgun var undirritaður nýr samningur um framlög ríkisins til afrekssjóðs ÍSÍ á milli Mennta og menningarmálaráðuneytisins og Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hér er um að ræð tímamóta samning að sögn Lárusar Blöndal forseta ÍSÍ. Framlög ríkisins í afrekssjóðs hækka um 100 milljónir á ári næstu 3 árin og mun framlag ríkisins í sjóðinn hækka úr 100 milljónum, í 400 milljónir á tímabilinu.

Formenn sérsambanda og áhrifafólk í Íþróttahreyfingunni fagnar þessu samkomulagi sem það telur vera tímamóta samkomulag og langþráða viðurkenningu á því frábæra afreksstarfi sem unnið er hér á landi af miklum myndarskap og dugnaði víða um hreyfinguna. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ tók svo djúpt í árinni að kalla þetta „stærsta einstaka skref ríkisins í stuðningi við íþróttalíf landsins frá stofnun ÍSÍ“

Ljóst er að með þessum samning er ríkisstjórnin að fjárfesta í glæstri framtíð unga fólksins sem vill reyna sig við þá bestu í heimi í sínum íþróttagreinum. Þetta er verulega ánægjulegur dagur sagði einn viðmælanda Veggsins.

Umgjörð þessa gjörnings var afar glæsileg en á bakvið ráðherra og ráðamenn raðaði sér afreksfólk í íþróttum sem í lok undirritunarinnar tók svo eitt víkinga húú undir stjórn meðlima Tólfunnar. Klapp þetta er orðið táknmynd fyrir samstöðu þjóðarinnar víða um lönd.

Comments

comments