Hin síðari ár hefur mikið verið rætt um „endurheimt votlendis“ sem töfralausn gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Þó liggja litlar sem engar rannsóknir sem staðfesta þennan þátt. Þær rannsóknir sem til eru, vísa til mjög takmarkaðs sviðs þessa máls, þ.e. að við þurrkun á blautu landi byrji jarðvegur að rotna með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda.

Ekkert er spáð í hvað kemur í staðinn, svo sem minni losun á metangasi, sem er mjög mikil í blautum mýrum. Það er ekkert rannsakað hvað gróðurbreytingar gera til bindingar á gróðurhúsaloftegundum, en á þurru landi er gróður margfalt ríkari en á blautu landi.

Þá hefur ekkert verið rannsakað hvað þessi rotnun jarðvegs tekur langan tíma og hvenær jarðvegur hættir að losa gróðurhústegundir í andrúmsloftið. Framræsla hér á landi hófst ekki að ráði fyrr en á sjötta áratug síðustu aldar og var að mestu lokið undir lok þess áttunda. Eftir það hefur framræsla verið mjög lítil. Einungis verið framræst land til ræktunnar, með mjög markvissum og ábyrgum hætti. Það er því liðnir þrír og hálfur áratugur frá því framræslu lauk að mestu, hér á landi.

Því gæti allt eins farið svo að með svokallaðri „endurheimt votlendis“ muni gróðurhúsaloftegundir aukast verulega. Að jarðvegur hafi jafnað sig eftir að land var ræst fram og lítil eða engin mengun komi frá því núna og í staðinn verði landið bleytt upp með tilheyrandi myndun metangass og minnkun grænblöðunga í umhverfinu.

Er ekki rétt að byrja á rannsóknum, mæla hver raunveruleg loftmengun er af þurrkuðu landi, hvort hún stöðvist á einhverjum árafjölda. Rannsaka hversu mikið mótvægi minnkun metangass er við þá mengun og að síðustu hvaða áhrif gróðurbreytingar hafa á þessa þætti.

Meiningin hlýtur að vera að stuðla að minni mengun, ekki meiri. Til að svo megi verða er lágmark að fólk viti hvað það er að tala um. Upphrópanir og sleggjudómar duga lítt til bjargar.

Var fyrst birt á noldrarinn.blog.is

 

Comments

comments