Þorkell Ásgeir Jóhannsson lýsir hér enn á ný því ófremdarástandi sem ríkir með flugbraut fyrir sjúkraflug. Landspítalinn er ekki aðgengilegur fyrir fólk á landsbyggðinni. Þorkell skrifar á Facebook vegg sinn.

„Þar kom að því. Nú hefur það gerst að ekki var hægt að koma alvarlega veikum einstaklingi til Reykjavíkur í sjúkraflugi, þar sem við hefðum þá þurft að nota flugbraut 24 (neyðarbrautina) vegna mikils SV-hvassviðris. Aðrar flugbrautir bæði í Reykjavík og Keflavík voru ófærar vegna þessa veðurs.

Það fólk sem ber ábyrgð á þessari skerðingu Reykjavíkurflugvallar lætur sig ekkert muna um að storka örlögum annarra.

Við flugum þessum sjúklingi til Akureyrar þar sem hann fær vonandi fullnægjandi umönnun en þó er ljóst að hann hefði þurft að komast til LSH í Reykjavík. Útkallið var í fyrsta forgangi.“

Vonandi að hægt verði að aðstoða þennan sjúkling á Akureyri.

 

 

Comments

comments