Ísland er í fjórða sæti af 133 löndum í heiminum samkvæmt nýjum mælikvarða um velgengni þjóða sem mælir innviði samfélagsins, eða svokallaða þjóðfélags-gæðavísitölu. Aðeins Noregur, Svíþjóð og Sviss eru ofar.

Michael E. Porter Prófessor við Harward

Michael E. Porter
Prófessor við Harward

Hinn heimsþekkti og virti hagfræðiprófessor Michael Porter við Harvard-háskóla er einn höfunda þessara mælikvarða. Hann væntir þess að nýi kvarðinn geri almenningi kleift að vera virkari í aðhaldi gagnvart stjórnvöldum. Porter segir sjálfur að þetta sé ítarleg aðferð til að reyna að mæla heilbrigði þjóðfélagsins. Þær jákvæðu upplýsingar sem koma fram þegar Ísland er vegið á þessu mælikvarða gefa sterka vísbendingu um að hér á landi sé ástandið mikið betra en margir bölsýnismenn hafa gefið til kynna, sérstaklega síðustu vikur.

Allir þeir sem hafa verið á vinnustað með 10 starfsmönnum eða fleiri geta rifjað upp sögurnar af þeim einstaklingum sem ávallt voru svartsýnir og töluðu allt niður. Svo virðist að þessar úrtöluraddir eigi orðið greiðan aðgang að flestum fjölmiðlum landsins. Endalaus straumur af rausi og neikvæðum fréttum dynja á landsmönnum dag hvern. Nú hefur komið fram alþjóðlegur samanburðarhæfur mælikvarði sem gefur þeim sem vilja tala á jákvæðum nótum, rök og samanburð sem er áreiðanlegur og marktækur.

Umræðan snýst vanalega um þjóðarframleiðslu, hagvöxt og útgjöld. En þjóðfélags-gæðavísitalan mælir ekki einungis þessar breytur heldur raunverulega árangur út frá velferð fólksins í hverju landi fyrir sig. Það er von þeirra sem standa að þessum mælingum að hann geti gagnast borgurum til þess að taka virkari þátt í þessari umræðu í þjóðfélaginu og veita stjórnvöldum hrós eða aðhald.

Comments

comments