Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi var Kristín Sigurðardóttir fréttamaður með frétt um skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi. Spurt var:

„Hversu ánægð(ur) ert þú með þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér til endurkjörs í embætti forseta Íslands“

Skjáskot úr fréttinni

Skjáskot úr fréttinni

Þetta er svo sem ekki óeðlileg spurning. Hins vegar verður hún að teljast undarleg þegar hún er bara sett fram um einn frambjóðenda en ekki annan. Fréttastofa RÚV, er með þessu háttalagi sek um að mismuna bæði frambjóðendum og kjósendum, nema ef vera skyldi að sams konar kannanir og fréttir birtist um aðra frambjóðendur á komandi dögum.

Vissulega er sitjandi forseti sá eini sem er að bjóða sig til endurkjörs en aðalatriðið hér er að verið er kanna hvort fólkið í landinu sé ánægt með framboð einstakra frambjóðenda. Það er gildishlaðin nálgun sem verður að teljast vafasamt í þessu samhengi.

Pistlahöfundur er t.d. yfir sig ánægður með framboð Magga Texasborgara en hefur hingað til ekki verið inntur álits á því, hvað þá að það hafi ratað í fréttatíma RÚV!

Comments

comments