Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi var í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar kom fram að hann telur ekkert í þróun sjálfkeyrandi bíla gefa tilefni til að endurhugsa almenningssamgöngukerfið á næstu árum. Hjálmar bendir á að mikill fjöldi bíla sé í Ártúnsbrekkunni í morgunsárið og verði þeir sjálfkeyrandi breyti það engu um umferðarþunga.
Greinilegt er á máli Hjálmars að hann er að reyna að réttlæta alla þá vinnu sem hefur farið í að loka umferðaræðum borgarinnar og í undirbúning Borgarlínu.  Ef Hjálmar hefði kosið að kynna sér málið hefði hann til dæmis komist að því að gert er ráð fyrir því að sjálfkeyrandi rafmagnsbílar framtíðarinnar taki fleiri en einn farþega sem eru á svipaðri leið. Stundi það sem hefur verið kallað á ensku (car pooling). Rannsóknir benda líka til þess að sjálfkeyrandi tölvustýrð umferð nýti umferðarmannvirki mikið betur. Talið er að umferðarálag geti farið niður í um 30% af því sem nú er en samt með sambærilegri flutningsgetu.
Eins og Veggurinn fjallaði um þá var Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í liðinni vikum og lýsti hann þar skoðun sinni að það væri peningasóun að leggja í borgarlínu eða fluglest vegna þess að sjálfkeyrandi bílar yrðu almennir á allra næstu árum. Veggurinn tekur afstöðu með Frosta og telur að framtíðarsýn hans sé líklegri til þess að ganga eftir en sú sýn sem Hjálmar Sveinson ræddi við Rúv í morgun.

Hugmyndum þeim sem kynntar hafa verið um Borgarlínu er ekki ætlað að anna nema 12% af ferðum borgarbúa árið 2040 og ná til 3% af heildar gatnakerfi höfðuðborgarsvæðisins. Allt þetta fyrir ríflega 100 milljarða. Veggurinn tekur því enn á ný undir málflutning Frosta þar sem hann tjáir sig um ummæli Hjálmars og segir:

„Hjálmar Sveinsson virðist ekki átta sig á því að sjálfkeyrandi rafbílar eru almenningssamgöngur framtíðarinnar. Strætó og sporvagnar eru börn síns tíma en geta ekki keppt við þessa nýju tækni. Hver vill arka út á stoppistöð og bíða eftir strætó/sporvagni þegar hægt er að fá sjálfkeyrandi rafbíl upp að dyrum? Hver vill borga 50-150 milljarða fyrir borgarlínu sem verður úrelt þegar hún opnar? Tjónið er samt meira því Borgarlínan mun þrengja verulega að bílaumferð á helstu umferðaræðum.“

Ef það kostar ríflega 1oo milljarða að ná til 3% af heildar gatnakerfi höfðuðborgarsvæðisins. Geta lesendur þá auðveldlega reiknað hvað það kostar íbúa á þessu svæði ef borgarlínan ætti að ná til 30% af gatnakerfinu.

Comments

comments