islanda-7Landsliðstreyjurnar hafa verið til sölu all lengi og eru á sama verði og fyrir ári síðan eða á 10.990,- samkvæmt google rannsókn. Gríðarleg eftirspurn er eftir þeim og hefur framleiðandinn varla undan að framleiða. Veit blaðamaður að einum sem fór til framleiðanda og vildi kaupa treyju þá var bara 7XL til á lagernum. Hefði reyndar sá bolur geta rúmað alla fjölskylduna.

Sama mikla eftirspurn er eftir flugfari til Parísar á leik landsliðsins en þar er ekki sama verðpolitík í gangi. Núna kostar ferð til Frakklands hátt í Þriðja hundruð þúsund sem var hægt að fá fyrir 1/10 af því verði fyrir stuttu síðan. Ræðst verðið reyndar af því hvort þú farir á laugardag eða sunnudag og komir strax aftur til baka. images

En veltum aðeins fyrir okkur hvernig staðan væri ef flugfélag væri að selja landsliðstreyjurnar. Þá getum við ímyndað okkur samtalið svona.

 • Góðan daginn, áttu landsliðstreyju.
 • Flugfélag: Já það eigum við.
 • Þú: Hvað kostar hún.
 • Flugfélag: Já þetta er ekki svona einfalt. Hvenær viltu fá hana?
 • Þú: nú auðvitað strax
 • Flugfélag: Já okeyy… og hvenær ætlar þú að nota hana
 • Þú: Það veit ég ekki.  En hvað kemur þér það við?
 • Flugfélag: sko ef þú færð treyjuna núna þá kostar hún 50 þúsund.
 • Þú: Shit, en hún kostaði 10 þúsund sá ég á síðunni ykkar.  Er þetta er það eina sem þú átt.
 • Flugfélag: Já. En það var í Maí.
 • Þú:  ok ég kaupi hana því ég vill vera í henni á leiknum á Sunnudaginn
 • Flugfélag: Ef þú notar hana bara á sunnudaginn þá kostar hún 100 þúsund.
 • Þú: Ha. en ef ég fer í hana strax,  hvaða kostar hún þá?
 • Flugfélag: það fer eftir því hvenær þú ferð úr henni. Viltu forfallagjald? En fyrirgefðu þetta er án skatta.
 • skúli

Comments

comments