Cameron ,,has left the building“ og Bretland er í uppnámi. Pundið fellur. Tjallinn sem er á ferð og flugi með Easy jet, Rayanair og öðrum lággjalda flugfélögum hugsar sinn gang, allt er orðið dýrara en það var áður fyrir hann.

Ýmsar eyjar Evrópu byggja á útflutningi til Bretlands og nú fæst minna fyrir þann útflutning en áður.

Evrópa er í fótbolta, svo kemur Tour de France, síðan Olympíuleikar og svo haustið þegar stjórnmálamenn Evrópu, þar á meðal á Íslandi vakna upp við nýjan raunveruleika einhvers konar Evrópukreppu, sem ekki er alveg ljóst hvernig verður leyst. 

Á Íslandi bendir allt til þess að stjórnarskipti verði fyrir jól, þar sem Píratar kunna að komast til valda; agalaust samsafn fólks sem hefur enga stefnu.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var allt þar til Lars tók við, eins og Píratar, agalaust og náði aldrei árangri.

Stjórnmálamenn sem bera hag landsins fyrir brjósti ættu því að sammælast um að halda sér við alþingiskosningar næsta vor en ekki í haust. Halda leikskipulaginu.

Comments

comments