Allir þekkja umræðuna um svifrikið og nagladekkin sem leidd hefur verið áfram af Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Þetta hefur meðal annars verið notað óspart sem rök til þess að þrengja enn frekar að notkun einkabílsins. Einnig hefur borgarfulltrúinn kynnt þá hugmynd Reykjavíkurborgar (ættaða frá honum sjálfum) að taka ætti upp sektir á þá sem aka um á nagladekkjum. Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins ritar í dag grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á þá staðreynd að fullyrðingar Hjálmars séu rangar. Borgarfulltrúinn hefur ítrekað bent á rannsókn sem er 27 ára gömul og úrelt máli sínu til stuðnings. Özur skrifar:

„Hjálm­ar Sveins­son hef­ur full­yrt í viðtöl­um að nagla­dekk slíti göt­um 60-100 sinn­um meira en venju­leg dekk. Þar er Hjálm­ar að vísa í rann­sókn frá ár­un­um í kring­um 1990,“ seg­ir Özur Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins, en sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar frá því í fyrra er slit vegna nagla­dekkja ein­ung­is 20 sinn­um meira en vegna bíla sem ekki eru á nögl­um.“

Fyrir nokkrum vikum síðan vakti Dr. Larry G Anderson, bandarískur sérfræðingur í loftmengun athygli á því að mun meiri svifryksmengun væri í Reykjavík heldur en í Denver, Colorado, En leita þyrfti skýringa, því hér væri að mestu um að ræð fínna svifryk en almennt verður til með niðurbroti gatna að völdum nagladekkja.  Vissulega verður til svifryk að völdum nagladekkja en ýmislegt bendir til þess að nagladekkin hafi verið gerð að pólitískum blóraböggli um nokkurt skeið.

Özur bendir á að með þessum hugmyndum um gjaldtöku á öryggisútbúnað sem nagladekkin vissulega eru sé ætlunin að skattleggja öryggi borgaranna. Özur bendir einnig á að árið 2009 hafi VTI-stofn­un­in í Svíþjóð, sem sér­hæf­ir sig í rann­sókn­um og þróun inn­an sam­göngu­geir­ans á heimsvísu, metið hvaða áhrif það hefði á um­ferðarör­yggi þar í landi ef notk­un á nagla­dekkj­um á landsvísu færi úr 70% í 20%. Niðurstaðan var sú að þá „myndi til­kynn­ing­um um slys fjölga um 140,3, dauðsföll­um um 4,4 og al­var­lega slösuðum um 33 ein­stak­linga yfir vetr­ar­mánuðina“.

Það er rétt að benda á að þetta er ekki í eina skiptið sem þessir kjörnu fulltrúar Reykjavíkur ætla sér að ráðskast með öryggi landsmanna. Þannig hefur það verið baráttumál þeirra um nokkurt skeið að landsbyggðarfólk búi við skert öryggi með því að ganga eftir lokun neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Þá hefur skipulagsmálum innan borgar verið stýrt af þessum aðilum með þeim hætti síðastliðin ár, að aðgengi þeirra sem búa í úthverfum borgarinnar og nágrannasveitarfélögum að Landspítala háskólasjúkrahúsi er stórlega skert á álagstímum í umferðinni. Er þetta ekki að verða gott.

Comments

comments