Upphaflegur tilgangur lífeyrissjóðanna þegar þeir voru stofnaðir 1968-69 var að vera viðbót við greiðslur frá TR og áttu þeir að virka eins og uppsöfnun á bankareikningi fyrir sjóðsfélaga til að þeir gætu átt áhyggjulaust ævikvöld. Að auki áttu þeir að vera lánasjóðir, þar sem félagsmenn gátu fengið lán til húsa- eða íbúðarbygginga gegn fasteignaveði.

Þegar ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins setti lög um almannatryggingar 1946, var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra. Hann lýsti því þá yfir, að almannatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu. Lögin eru sambærileg lögum annarra norðurlanda sem norræna velferðarkerfið byggir á.  Í annarri grein laganna segir:  Almennar tryggingar eru fyrir alla óháð  stétt eða efnahag og eru ekki fátækrastyrkur.

Wilhelm Wessman fyrrum veitingamaður og hótelstjóri vekur athygli á þessu í grein sem hann ritar á vefinn „Lifðu núna“ Wilhelm skrifar:

„Með því að gera lífeyrissjóðina að fyrstu stoð eftirlaunakerfisins í stað almannatrygginga um áramótin, var sá ásetningur stjórnvalda að taka lífeyrissjóðina traustataki til  að niðurgreiða almannatryggingar, endanlega staðfestur. Þar með eru lífeyrissjóðsgreiðslur orðnar að skatti. Það má því segja að þetta sé hækkun á skatti uppá 15,5%.“

Þetta er athyglisverð framsetning og þegar skoðuð eru gamlar fréttir og frá þeim tíma sem lífeyriskerfinu var komið á dylst engum hver tilgangur þess var og hvernig það átti að koma til viðbótar þeim opinberu greiðslum sem komu frá Tryggingarstofnun. Í dag er búið eins og Wilhelm bendir á að lögfesta það hlutverk sjóðanna að þeir skuli vera fyrsta stoð eftirlaunakerfisins í stað almannatrygginga. Þetta er grundvallar kerfisbreyting.

Þetta er í raun 15,5% skattahækkun á launþega þessa lands. Verkalýðsforystan getur ekki haldið hlífiskildi yfir þessu kerfi lengur. Kerfinu hefur verið snúið á haus og þar er stunduð grimmileg árás á kjör eldriborgara þessa lands.

Grein Wilhelms má finna hér

Comments

comments