Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að það sé órökstudd tilgáta að sala lykilstjórnenda á bréfum í félaginu tengist komu Costco til Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Finni.
Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að lykilstjórnendur og innherjar í Högum hafa að undanförnu selt bréf sín í fyrirtækinu. Í blaðinu er sett fram sú tilgáta að titringurinn á markaðnum og sala stjórnendanna vegna komu bandarísku verslunarkeðjunnar Costco hingað til lands.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi eftirfarandi yfirlýsingu frá sér vegna fréttarinnar:

„Rekstur Haga gengur vel og hefur gengið vel undanfarin ár.  Félagið hefur unnið markvisst að því að styrkja efnahag sinn og minnka langtímaskuldir til þess að geta sinnt viðskiptavinum sínum enn betur.  Á sama tíma hefur félagið verið undirbúið undir aukna samkeppni.  Félagið hefur m.a. notið faglegrar ráðgjafar frá erlendum sérfræðingum sem hafa styrkt stefnumörkun félagsins.

Vangaveltur um sölu lykilstarfsmanna á hlutabréfum, þar sem salan er tengd aukinni samkeppni er fyrst og fremst tilgáta og er hún órökstudd.  Það er mikilvægt að árétta að öll viðskipti innherja, hvort sem er með hlutabréf Haga eða önnur í Kauphöllinni eru opinber og tilkynnt um leið og þau eiga sér stað.“

Rétt er að geta þess að eignkona Finns er meðal þeirra sem hafa verið að selja bréf sín í högum. Veggurinn hefur fyrir því heimildir að væntanleg koma Costco hafi þegar valdið verulegum titringi á meðal eigenda bæði Haga og Kaupáss. Lífeyrissjóðir landsmanna eru kjölfestufjárfestar í báðum þessum keðjum og sjá nú fram á að missa ægivald sitt á neytendum þessa lands yfir til Ameríska risans.

Comments

comments