Norska stórblaðið Verdens Gang sem er einn stærsti og áhrifamesti fjölmiðill Noregs skilgreinir Pírata á Íslandi sem einn af lýðskrumsflokkum Evrópu.

Píratar eru þannig eini skilgreindi lýðskrumsflokkurinn á Norðurlöndum. Verdens Gang setur Pírata í hóp með „hægri öfgaflokkum“ á borð við UKIP í Bretlandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi, Frelsisflokkinn í Hollandi, Podemos á Spáni, Valkost fyrir Þýskaland í Þýskalandi, Frelsisflokkinn í Austurríki, Fimm stjörnu fylkinguna á Ítalíu og Syriza í Grikklandi.

Verdens Gang skrifar að Píratar á Íslandi hafi verið stofnaðir árið 2012 af aðgerðasinnum, stjórnleysingjum og fyrrum tölvuþrjótum. Flokkurinn hafi verið efstur í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar á Íslandi í október 2016 en endað í 14,5 prósentum greiddra atkvæða. Verdens Gang segir að Píratar séu lýðskrumsflokkur en þó hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn sé leiddur af ljóðskáldinu Birgittu Jónsdóttur.

Eyjan/Pressan ritar um málið

Comments

comments