Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar

Árni Páll Árnason
formaður Samfylkingarinnar

 

Árni Páll Árnason fór mikinn í morgun þegar hann og Brynjar Níelsson voru í viðtali í morgunútvarpi RÚV. Þar sagði formaðurinn meðal annars.

„stjórnmálaforysta sem deili ekki kjörum með þjóðinni hafi ekkert erindi“

nokkrum mínútum síðar upplýsir Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingarinnar á Facebook síðu sinni að hann er eigandi félags í Lúxemborg.  Í yfirlýsingunni á Facebook síðunni segir Vilhjálmur meðal annars um félag sitt:

„Það er fullskattlagt félag sem greiðir 21,84% tekjuskatt. Skattar eru ekki ástæðan fyrir því að ég vil hafa félagið þar, heldur krónan, gjaldeyrishöftin og pólitísk og efnahagsleg áhætta á Íslandi.“

Vilhjalmur ThorsteinssonVilhjálmur upplýsir á öðrum vettvangi (facebook umræðuþræði Andrésar Jónssonar almannatengils)að hann greiðir skatta af eignum sínum til samfélagsins í Luxemburg. Fyrir utan þá staðreynd að Vihjálmur hefur kosið að greiða skatta í Lúxemburg á sama tíma og eiginkona forsætisráðherra hefur kosið að greiða sína skatta hérlendis virðist vera góður hljómgrunnur með skýringum forsætisráðherra og eiginkonu hans og Vilhjálms hinsvegar, gjaldeyrishöft og pólitísk og efnahagsleg áhætta vega þar þyngst.

Vilhjálmur hefur verið mjög virkur innan Samfylkingarinnar og tekið mikinn þátt í allri stjórnmálaumræðu á Íslandi. Það vekur sérstaka athygli að þegar mbl.is spyr formann Samfylkingarinnar Árna Pál um hans viðbrögð við þessum fréttum af eignum Vilhjálms segir hann

„Vil­hjálm Þor­steins­son gjald­kera flokks­ins verða að svara sjálf­an fyr­ir eign sína á af­l­ands­fé­lagi í Lúx­em­borg“

Hvað varð um stóru yfirlýsingarnar um að 

„stjórnmálaforysta sem deili ekki kjörum með þjóðinni hafi ekkert erindi“?

Bara á nokkrum klukkutímum hefur þjóðin orðið vitni af þeirri hentistefnupólitík og heimóttarskap sem virðist einkenna allan málflutning stjórnarandstöðunnar í þessu máli.

 

Comments

comments