Kelly Driscoll á fundi Samál

Kelly Driscoll á fundi Samál

Ál-iðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja, álverð hafa lækkað síðustu 5 ár, og voru komin niður fyrir 1500 USD pr tonn á síðasta ári. Þetta kom fram í erindi sérfræðings CRU, Kelly Driscoll, Ph.D, sem hann hélt erindi um stöðu álmarkaða á ársfundi Samáls. Hér að ofan má sjá viðtal sem tekið var við hann. 

Driscoll upplýsti að 70% af rekstrarkostnaði álvera væri felst í hráefninu bauxit og raforkunotkun við rafgreiningu áls. Orkuverð annarsvegar og hráefnisverð hinsvegar eru því þeir þættir helstir sem ráða afkomu þessara fyrirtækja. Þróunin á orkuverði hefur verið niður á við um allan heim, t.d. hefur olíuverð hefur lækkað um 2/3 á síðastliðnum árum, gasverð hefur lækkað um 60%, verð á kolum hefur lækkað um 40% og raforkan hefur einnig tekið sambærilegar dýfur á flestum mörkuðum heimsins. 

Þróun í framleiðslu endurnýjanlegrar orku fyrir stóriðju hefur einnig tekið stakkaskiptum á síðustu árum, sérstaklega meðal vestrænna ríkja, og þá má helst nefna Kanada, en þar er 100% af orku framleidd með vatnsaflsvirkjunum. Hérlendis er þetta álíka en við bætist jarðvarminn. Öfugt við þetta þá er 90% af orkunni sem notuð er fyrir álver í Kína er framleidd með kolum.

Kína er sem stendur langstærsti framleiðandi áls í heiminum og enn er verið að auka framleiðslugetuna. Driscoll nefndi sérstaklega að frá árinu 2000 fóru kínverskir framleiðendur úr um 8% af heimsframleiðslunni, yfir í rúmlega 50% miðað við markaðinn í dag.

Heimsmarkaðurinn fyrir ál er sem stendur talin um 55 milljónir tonn af áli árlega. Kína framleiðir meira en það notar talsvert af því magni sjálft og flytur síðan umframframleiðslu sína út. Þeir hafa lagera fyrir þessa umframframleiðslu sína víðsvegar um heiminn. Bæði Evrópa og Norður Ameríka eru ekki sjálfbær með framleiðslu á áli, þ.e. eigin framleiðsla fullnægir ekki eftirspurn og því opnast markaður fyrir Kínverja að selja af sínum umframbirgðum inn á þessa markaði.  Talið er að þetta sé ein helsta orsökin fyrir því hversu lágt álverð er í dag.

Reynsla Kanadamanna er á margan hátt forvitnileg fyrir okkur Íslendinga að sögn Driscoll. Í Kanada var reynt að setja á markaðsverð orku, afleiðingin af því var sú að það stefndi í lokun álvera vegna verðlækkunar á álmörkuðum og þess að kanada dollarinn var mjög sterkur. Kanadamenn skiptu um kúrs í raforkusamningum sínum við álfyrirtækin og gerðir voru samningar með verðtengingu við London Metal Exchange. Við þessa breytingu á tengingu við LME varð framleiðsluaukning og atvinnugreinin í heild styrktist í Kanada.

Driscoll nefndi einnig að heimseftirspurn eftir áli er vaxandi um 3,5% að jafnaði. Þessi stöðuga aukning er líkleg til þess að hækka verð á áli í framtíðinni. Ál er notað mest í byggingariðnaði, við flugvélasmíði og bílaframleiðslu einnig í potta, pönnur, reiðhjól, dósir, og er að öllu leyti endurvinnanlegt.

Að öllu óbreyttu mun Kína taka yfir stærri hluta álmarkaðarins enda í stöðu til að framleiða ódýrara ál, framleiddu með koladrifnum og mengandi orkuverum og ódýrara vinnuafli, vandi er hinsvegar sá að framleiðsla með kolefnaeldsneyti er mjög mengandi. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort neytendur á vesturlöndum fari ekki að krefjast upprunavottorða á því áli sem í notkun er á hinum ýmsu sviðum. Vottun á kolefnaspori og umhverfisáhrifum þeirrar framleiðslu sem sett er á markaði er sífellt að verða háværari krafa. Víst er að sú krafa mun innan skamms eiga við markaði með málma líka.

 

Comments

comments