Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt samstarfssamning um fluglest á milli borgarinnar og Keflavíkurflugvallar. Borgar meirihlutinn ætlar með þessu að eyða 1.500.000.000 í að kanna hvort hægt sé að leggja lest til Keflavíkur. Ekkert liggur fyrir um  hvort hún geti borið sig rekstrarlega. Borgarbúar hafa ekki beðið um þessa lest. Þeir hafa frekar um að götur séu sópaðar, tún og umferðareyjar slegnar, sorphirða verði löguð, raunhæfar aðgerðir í húsnæðismálum þeirra sem aðstoð þurfa. Hvað væri hægt að veita mörgum aðilum í vanda skjól fyrir eittþúsund og fimmhundruð milljónir.

Sem betur fer er fólk að átta sig á því hverskonar della er í gang hjá borginni sem er stórskuldug þegar. Einn af þeim sem hefur bent á að þetta sé augljóst delluverkefni er Frosti Sigurjónsson fyrrum alþingismaður. Færsla hans af Facebook er hér fyrir neðan.

 

Comments

comments