Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík mynd af vef álversins

Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík
mynd af vef álversins

Tíminn gengur hratt þessa dagana, sérstaklega fyrir 450 starfsmenn álversins í Straumsvík sem horfa fram á atvinnumissi og nánast engar líkur á því að fá störf sem gefa sambærilegar tekjur. Vilhjálmur Birgisson talar hreint út um kjaradeiluna hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík í nýlegum pistli sínum á Facebook. Hann fullyrðir að deilan snúist alls ekki um launamál eða verktöku. Vandamálið sé að Landsvirkjun sé að slátra mjólkurkúnni sinni, álverinu, með því að bjóða ekki samkeppnishæft orkuverð. Vilhjálmur bendir á það sem hefur verið ritað hér á Vegginn að raforka til álframleiðslu sé nú 30% dýrari hjá Rio Tinto Alcan í Straumsvík en hjá Rio Tinto Alcan í Kanada.

Álverið í Straumsvík er við það að loka vegna óhagkvæms rekstrarumhverfis. Áhersla verkalýðsforystunnar hefur verið að ræða við stjórnendur Rio Tinto Alcan.  Mögulega ættu foringjarnir í verkalýðsfélaginu frekar að beina sjónum sínum að eigenda Landsvirkjunar, ríkinu.  Ljóst er að Landsvirkjun hefur verðlagt sig útaf markaðnum og stjórnendur þar á bæ virðast ekki átta sig á því hvaða afleiðingar það hefur fyrir land og þjóð.

Vilhjálmur Birgisson

Vilhjálmur Birgisson

Comments

comments