SESamkeppniseftirlitið birtir í dag skýrslu um frumniðurstöður úr markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum. Þar er fjallað með ítarlegum hætti um aðstæður og háttsemi á markaðnum sem taldar eru hindra samkeppni, almenningi og samfélaginu til tjóns. Jafnframt er fjallað um hvaða aðgerðir koma til greina til þess að ryðja þessum samkeppnishindrunum úr vegi.

Eldsneytismarkaðurinn er þjóðhagslega mjög mikilvægur og því áhyggjuefni að rannsókn Samkeppniseftirlitsins bendir til þess að samkeppni sé verulega skert á mikilvægum hluta hans. Verð á bifreiðaeldsneyti er hér hærra en í flestum öðrum vestrænum ríkjum og sá munur er það mikill að hann verður ekki útskýrður með smæð markaðarins eða auknum kostnaði vegna sölu eldsneytisins hér landi. Þá er álagning olíufélaganna á bifreiðaeldsneyti það mikil að hún gefur vísbendingu um takmarkaða samkeppni. Óhagkvæmur rekstur olíufélaganna á þessu sviði bendir til hins sama. Álagning á eldsneyti sem selt er til fyrirtækja (stórnotenda) gefur hins vegar til kynna að meiri samkeppni ríki í sölu þess.

Neytendur eru hér enn og aftur hafðir að féþúfu samkvæmt þessu.

Comments

comments