Vilhjálmur Birgisson

Vilhjálmur Birgisson

„Hugsið ykkur, hérna kemst markaðsrann­sókn­ Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins að þeirri niðurstöðu að neyt­end­ur greiði 4-4,5 millj­örðum of mikið fyr­ir bif­reiðaeldsneyti í smá­sölu árið 2014. Ástæðan sé sú að sam­keppni sé veru­lega skert. En hverjir eiga olíufélögin? Jú, eru það ekki að stórum hluta okkar dásamlegu lífeyrissjóðir?

Hvar eru snillingarnir hjá Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins sem eru að koma hér á Salek-samkomulagi sem mun takmarka og skerða möguleika launafólks til að sækja sínar kjarabætur stórlega? Þessir ágætu menn segja að við þurfum að stoppa „höfrungahlaupið“ með öðrum orðum stoppa launahækkanir. Nei þessum mönnum dettur bara til hugar að setja á þjóðhagsráð sem þeir sjálfir munu sitja í sem takmarkar rétt launafólks til sækja launahækkanir. 

Þeim dettur ekki til hugar að setja á þjóðhagsráð sem takmarkar rétt fyrirtækja til arðgreiðsla eða sporna við fákeppni og okri eins og fram kemur í þessari frétt. Nei, þeirra hugmyndir og áhyggjur liggja fyrst og fremst að því að ná tökum á launahækkunum til handa verkafólki. Hafi þessir aðilar skömm fyrir!“

Comments

comments