Landvernd

Landvernd hefur kært auglýsingar Norðuráls til Neytendastofu þar sem talað er um að íslensk orka sé umhverfisvæn. Landvernd telur þá fullyrðingu í besta falli umdeilanlega. Þessi afstaða Landverndar kemur á óvart vegna þess að hún gengur í berhögg við ríkjandi almenn sjónarmið varðandi þá grænu orku sem unnin er hér á landi.

Landsvirkjun fullyrðir t.d. að Ísland sé „í fremstu röð á sviði endurnýjanlegrar orku“ (heimasíða LV) og að fyrirtækið sé „leiðandi í sjálfbærri nýtingu orkugjafa“ (opnuauglýsing í Fréttatímanum 30. des). Hlýtur Landvernd ekki að vera sjálfri sér samkvæm og kæra þetta orðalag líka?

Hrein orka er mikilvægur þáttur í ímynd Íslands út á við. Það orkar því tvímælis, og getur jafnvel reynst skaðlegt íslenskum hagsmunum, að Landvernd skuli með þessum hætti vega að ímynd landsins um hreinleika. Ekki verður séð í fljótu bragði að umhverfisvænni orka en íslensk fyrirfinnist nokkurs staðar í heiminum.

Comments

comments