Einn blár strengur er verkefni sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á því að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Einn blár strengur af sex strengjum í gítarnum vísar því í einn af hverjum sex drengjum.

Verkefnið Einn blár strengur hér á landi varð til á námskeiðinu Sálræn áföll og ofbeldi í framhaldsnámsdeild heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri þar sem nemendum var boðið að vera þátttakendur í átakinu og vinna verkefni í tengslum við það.

Þó svo að verkefnið sé á byrjunarstigi hefur áhuginn á því verið ótrúlegur en það er von aðstandenda verkefnisins að af stað fari gagnleg og lausnarmiðuð umræða sem feli í sér úrræði til handa karlmönnum og drengjum sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

Margir íslenskir tónlistarmenn hafa sýnt stuðning við verkefnið með því að setja bláa strenginn í gítara sína. Meðal þeirra er Bubbi Morthens sem hefur verið ötull stuðningsmaður þessa átaks.

 

Comments

comments