Þingflokksformaður Pírata Ásta Guðrún Helgadóttir Taldi sig þess umkomin að kalla réttkjörinn forseta annarrar þjóðar Fasista. Veggurinn fordæmir þennan dónaskap og telur að Þingflokksformaðurinn skuldi Bandarísku þjóðinni afsökun. Það er engan vegin við hæfi að ræðustóll Alþingis sé notaður til þess að koma fram með svona öfgafullar skoðanir. Það er algerlega óásættanlegt.Stjórmálaástandið í Bandaríkjunum var til umræðu á Alþingi í dag að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma.

Sýnt hefur verið fram á margsinnis að aðgerðir Bandaríkjamanna nú eru ekki í meginatriðum frábrugðnar aðgerðum annarra þjóða. Svona múgæsing og sleggjudómar eiga heima á götunni en ekki á Alþingi.

Comments

comments