Lík­legt er að aukn­ir op­in­ber­ir styrk­ir til ný­bygg­inga og kaupa á hús­næði, sam­hliða um­tals­verðri hækk­un húsa­leigu­bóta sem áformuð er skv. öðru frum­varpi Eygló­ar, muni leiða til hækk­un­ar á fast­eigna­verði og leigu. Þetta kem­ur fram í um­sögn fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins við frum­varpið.

Í um­sögn­inni kem­ur fram að breyt­ing­arn­ar kunni þannig að skerða hag þeirra sem eru kaup­end­ur að íbúðum eða leigja á al­menn­um markaði utan fé­lags­lega kerf­is­ins. „Einnig er ástæða til að benda á að hætta er á að op­in­bert styrkja­kerfi af þess­um toga get­ur stuðlað að óheppi­lega mik­illi samþjöpp­un af fé­lags­legu hús­næði með til­heyr­andi fé­lags­leg­um vanda­mál­um þegar stuðning­ur­inn bein­ist að fram­boðshliðinni þar sem ákveðin hag­kvæmni mun fel­ast í því fyr­ir bygg­ing­ar- og rekstr­araðila íbúðanna,“seg­ir í um­sögn­inni.

Viðskiptaráð Íslands tek­ur und­ir þessi sjón­ar­mið fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins í um­sögn sinni við frum­varpið og tel­ur þessi áhrif þurrka að fullu út þann litla mögu­lega ávinn­ing sem gæti hlot­ist af frum­varp­inu. Seg­ir þar að húsnæði sé lang­tíma­fjár­fest­ing og skyndi­lausn­um verði ekki beitt til að bæta aðstæður ungra og efnam­inni ein­stak­linga.

Veggurinn hefur áður skrifað um hversu illa gengur hjá Eygló­ Harðardótt­ir, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra að ná utan um húsnæðisvandamál þjóðarinnar. Engu líkara er en ráðherrann hafi ekki þekingu á málaflokknum, ekki skal því haldið hér fram að hendur hennar séu mislagðar af ásettu ráði. Þetta er þó að verða nokkuð vandræðalegt.

 

 

Comments

comments